Ísfell tekur við sölu og dreifingu á vörum norska fyrirtækisins Polyform
Ísfell ehf. í Hafnarfirði tók um áramótin við sölu og dreifingu á vörum norska fyrirtækins Polyform AS í Álasundi. Polyform er þekktast fyrir framleiðslu á netabaujum og fríholtum úr mjúku plasti. Hvort tveggja er vel þekkt hjá íslenskum fiskiskipum en jafnframt einnig hjá eigendum tómstunda- og skemmtibáta.
„Sem nýjan samstarfsaðila á Íslandi höfum við valið Ísfell ehf. sem hefur bæði sterka markaðsstöðu og er í mjög góðum tengslum við íslenskan sjávarútveg. Við væntum góðs árangurs af samstarfinu og sjáum líka mikla möguleika í samvinnu við Ísfell að bjóða vaxandi fiskeldi á Íslandi vörur okkar.“
Til viðbótar við netabaujur og fríholt úr mjúku plasti er Polyform í lykilstöðu á markaði í Noregi í framleiðslu á stórum baujum úr hörðu plasti fyrir fiskeldiskvíar. Fyrirtækið framleiðir einnig fjöldann allan af öðrum vörum fyrir sjávarútveg og fiskeldi. Má þar m.a. nefna flot fyrir hringnætur og er fyrirtækið nú að hefja markaðssetningu á nýjum flotum sem hönnuð hafa verið sérstaklega fyrir veiðar í Norður-Atlantshafi.
Nánari upplýsingar um vörurnar frá Polyform fást hjá söludeild Ísfells (s. 5 200 500).