Dala-Rafn VE tekur OF NEW toghlera frá MORGÉRE
Þann 10.október síðastliðinn tók Eyþór Þórðarson skipstjóri á Dala-Rafni nýja toghlera frá MORGÉRE um borð, hlerarnir heita OFN-8,5 og eru 4,5 m2 og 1.500 kg. Þetta er fyrsta parið af þessari týpu sem tekið er í notkun hér á Íslandi en Morgére hefur verið að selja þessa týpu um allan heim og hafa þeir reynst mjög vel.
Að sögn Eyþórs þá skvera hlerarnir mjög vel, hlera bilið er nákvæmlega eins og hann vill hafa það og er stöðugt. Þeir standi mjög vel þrátt fyrir að hann hafi verið að toga á slæmum botni. Eyþór var mjög ánægður þegar við heyrðum í honum enda á leið í land með annan fullfermis túrinn síðan hann tók hlerana um borð.
Dala-Rafn er með toghlera, togvír og troll frá Ísfelli ehf.